{Fróðleiksmoli} CBD örskömmtun (Microdosing)

CBD örskömmtun (Microdosing)


CBD olíu örskömmtun (Microdosing) er hugtak sem er mikið fjallað um þessa dagana, en hvað þýðir það eiginlega? Til að örskammta CBD eru nokkrir hutir sem þarf að taka til greina. Svo, vertu velkomin í CBD örskömmtun 101!


Hvað er örskömmtun?


Til að skilja örskömmtun er mikilvægt að skilja verk Dr. Albert Hofmann, svissnesks vísindamanns sem ber ábyrgð á því að búa til og rannsaka LSD (a.k.a „sýru“) um miðjan 19 áratug.


Hofmann taldi LSD vera tæki sem gæti hjálpað fólki að gera sér fulla grein fyrir eigin möguleikum. En honum var einnig kunnugt um að notkun LSD í fullum skammti gæti verið vandasöm við daglegt líf. Hofmann eyddi stórum hluta elliáranna í daglega örskammtun af LSD. Skammtarnir voru aðeins brot af því magni sem þú þarft til að upplifa ferðalagið í fullri ferð, en nóg til að skila lúmskum ávinningi af aukinni vitund og þakklæti fyrir umhverfi manns.


CBD olía er mjög frábrugðin LSD á ýmsa vegu. CBD er náttúrulegt efnasamband (ekki tilbúið) og það hefur ekki vímugefandi eða hugbreytandi áhrif á notandann. En eins og LSD, getur örskömmtun hjálpað notendum að fá sem mest út úr CBD vörunum sínum.


Af hverju að örskammta CBD olíu?

Með LSD örskömmtun er ætlunin að upplifa mjög minnkaða en samt áberandi upplifun af áhrifum efnisins. Með CBD olíuskömmtun er ætlunin þvert á móti.


Þegar um er að ræða CBD-olíu, með örskömmtun oft yfir einn dag, getur þú upplifað hugsanlegan aukinn ávinning af CBD-olíu í lengri tíma frekar en ef þú myndir taka allan ráðlagðan sólarhringsskammtinn í einu. Þá myndu áhrifin dragast tiltölulega hratt út og bjóða aðeins skammtímaáhrif. Athyglisvert er að CBD getur haft mismunandi áhrif á líkama þinn eftir skömmtum. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að litlir skammtar af CBD gera fólk vakandi (örvandi áhrif) en sýnt hefur verið fram á að stærri skammtar hafa róandi áhrif.


Kannabídíól (CBD) hjálpar endókannabínóíðkerfi mannslíkamans á hærra stigi; þetta kerfi stjórnar ferlum eins og ónæmissvörun, efnaskiptum, svefni, bólgu, verkjum og skapi. Örskammtað CBD hjálpar til við að koma á stöðugleika í endókannabínóíðkerfisins, dregur úr tindum og trogum sem geta fylgt inntöku hámarksskammta. Örskömmtun CBD olíu getur hjálpað þér að búa til og viðhalda stöðugleika á meltingarvegi sem gæti haft jákvæð áhrif á tilfinningar þínar.


Er CBD örskömmtun rétt fyrir þig?


Þó að allir sem nota CBD-olíu geti prófað örskömmtun, þá eru ákveðnir hópar sem hún getur gagnast meira fyrir.


CBD örskömmtun fyrir íþróttamenn


Hámarks afköst byggjast á stöðugri og krefjandi líkamsþjálfun. Að taka lítið magn af CBD olíu reglulega gæti skilað ávinningi í lengri tíma, sérstaklega með þeim hætti að bati eftir æfingu er fljótari. Með því að örskömmta CBD olíu getur þú betur viðhaldið stöðugri og árangursríkri æfingaáætlun.


CBD er fært um að draga úr bólgu fyrir og eftir æfingu. Eftir æfingu dregur hún úr verkjum og bólgum sem þú finnur fyrir, oft einn eða tvo daga eftir æfingu. Ekki nóg með það, heldur þökk sé velgjuvarnandi eiginleikum þá getur CBD olía einnig hjálpað ofur maraþon hlaupurum að komast í gegnum ógleðistilfinninguna sem fylgir mikilli líkamlegri áreynslu.



CBD örskömmtun gegn verkjum


Fólk sem finnur sjaldan fyrir sársauka gæti fundist stakir skammtar af CBD olíu nægir til að létta á einkennum þegar þau koma upp. Fólk með langvarandi verki mun hins vegar þurfa oft að treysta á CBD til að stjórna ástandi sínu yfir langan tíma.


Þegar kemur að langvarandi verkjum, er hugsanlegt að einn daglegur skammtur af kannabídíóli gefi ekki þá verkun sem þarf yfir allan daginn. Örskömmtun á CBD olíu yfir daginn gefur stöðuga verkjastillingu án þess að hætta skyndilega að virka. 


Helsti gallinn við örskömmtun á CBD er að það þarf meiri vinnu af hálfu notandans. Þó að auðvelt sé að taka dagsskammt í hylki eða olíuformi, þá krefst örskömmtun reglulegrar inntöku yfir allan daginn. Af þessum sökum kjósa margir þægindi af fullum sólarhringsskammti og samþykkja að undir lok dagsins geti áhrifin dvínað.


Hvernig á að örskammta CBD?


Það eru til margar mismunandi leiðir til að taka CBD en sumar þeirra henta betur til örskömmtunar en aðrar.


Hylki með lítinn styrk eru valkostur en þau eru ekki endilega góður kostur þegar sveigjanleiki er nauðsynlegur; vegna þess að þeir verða að fara í gegnum meltingarveginn getur tíminn sem það tekur að finna fyrir áhrifum hylkisins verið breytilegur og tekið lengri tíma en aðrar notkunnaraðferðir. Þess vegna velja margir að örskammta með CBD olíu, sem leysist upp undir tungunni, eða CBD vapepenna.


CBD olíur sem fara undir tunguna og vape eru tiltölulega auðveldar leiðir, og ef þú ætlar að nota CBD olíu þá getur þú geymt flösku í töskunni þinni eða á borðinu þínu til notkunar yfir daginn. Auðvelt er að hafa CBD vape við höndina og vape er ein skjótasta og áhrifaríkasta leiðin til að kannabídíól komist inn í kerfið þitt.


Hvaða CBD vöru sem þú ákveður að nota, vertu viss um að ræða möguleika þína við traustan lækni áður en þú byrjar. Ef þú getur ekki fengið svörin sem þú leitar að, gætirðu íhugað að ræða við kannabislækni sem getur gefið leiðbeiningar um hvernig eigi að örskammta CBD fyrir kvillann þinn.


Magn CBD við örskömmtun



Magn CBD sem þú ættir að taka meðan á örskömmtun stendur yfir er breytilegt. Endókannabínóíðkerfi allra er frábrugðið og þó það gæti tekið 5 mg fyrir þig að finna fyrir ávinningi þá gæti 10 mg fyrir einhvern annan virkað.


Fyrsta skrefið til að reikna út þinn persónulega örskammt þá þarf að ákvarða hver lágmarksskammturinn fyrir þig er til að finna lækningaáhrif CBD. Síðan getur þú notað þennan lágmarksskammt sem upphaf þegar þú byrjar að gera tilraunir með örskömmtun.



Dr. Dustin Sulak, læknir með 10 ára reynslu kannabislyfja leggur til eftirfarandi aðferðafræði til að reikna út lágmarksskammt þinn:


  • Skref 1: Ekki nota neinar kannabis- eða kannabisafurðir í tvo daga.
  • Skref 2: Þegar tveir dagar eru liðnir skaltu spyrja sjálfan þig þessara spurninga og meta svör þín á kvarðanum 1 til 10:
    • Hversu auðvelt er að anda?
    • Hve þægilega og rólega líður þér?
    • Hversu auðvelt er það fyrir þig að brosa, vera ánægð/ur og þakklát/ur?
  • Skref 3: Taktu 1 mg af CBD olíu, helst í dropa (auðveldast að mæla skammtinn með olíum).
  • Skref 4: Eftir að 45 mínútur eru liðnar, spurðu sjálfan þig sömu þriggja spurninganna. Ef stigagjöf þín hefur ekki breyst skaltu auka næsta skammt um 1 mg; ef stigin hafa hækkað skaltu halda áfram að taka 1 mg af CBD olíu á 45 mínútu til klukkutíma fresti.
  • Skref 5: Þegar þú byrjar að finna fyrir þeim áhrifum sem þú vilt skaltu reikna fjölda milligramma af CBD sem þú tókst síðustu fjóra klukkutíma (áætlaðan tíma sem CBD helst í líkamanum) þetta verður lágmarksskammtur þinn, þinn persónulegi “gullskammtur” þegar kemur að því að ákveða hversu mikið CBD þú þarft fyrir örskömmtun.

Hvað varðar tíðni örskömmtunar, þá verður þú að gera tilraunir og fylgjast vel með því hvernig þér líður yfir daginn. Það gæti verið gagnlegt að halda skrá með spurningum og matskerfi sem talað er um hér að ofan. Örskömmtun skilar miklu fíngerðari áhrifum, svo það er mikilvægt að vera vakandi og þolinmóður með þessari aðferð við notkun á CBD.


*Aðferð  Dr. Sulak felur í sér að taka 1 mg af tetrahýdrókannabinóli (THC) ásamt 1 mg af CBD. Í þessu tilfelli tókum við ekki inn í reikninginn THC inntöku vegna þeirrar augljósu ástæðu að það er ólöglegt hér á landi en ef þú býrð á stað þar sem það er löglegt mælum við eindregið með að prufa að nota THC í 1:1 hlutfalli á móti CBD.


Heimildir;

https://www.drcorroon.com/services

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3165951/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/23851307

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2828614/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/8257923

https://www.rollingstone.com/culture/culture-features/why-microdosing-is-taking-over-medical-marijuana-114462/


Eldri blogg Nýrri blogg