{Blogg} CBD og ópíóðar.

CBD og ópíóðar.



CBD er orðið vel þekkt allstaðar (ekki á Íslandi ennþá) og í sögum sem ganga manna á milli fullyrða einstaklingar að það lækni hvað sem er, allt frá slæmu skapi til krabbameins. Sannleikurinn er nú samt því miður ekki þessi og þessar sögur eru sjaldnast byggðar á gögnum sem styðjast við vísindi. Rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á dýrum benda samt til þess að CBD geti verið mjög gagnlegt við allskyns heilsufarsbresti eins og verkjum, bólgum, liðagigt og kvíða.

Það var ekki fyrr en nýlega, að einu rannsóknirnar á CBD voru í kringum flogaveiki barna.

En einmitt nýlegar rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á einstaklingum sem þjást af ópíum fíkn gefa sterkar vísbendingar um að CBD geti verið gríðarlega sterkt vopn í baráttunni okkar við ópíóða faraldurinn. En þessi rannsókn var svokölluð tvíblind rannsókn sem þykir vera algjör kóngur staðla í lyfjarannsóknum. Auðvitað erum við að ræða hér algjörar frumvísbendingar og þrátt fyrir að þær séu gríðarlega spennandi þá verður að hafa í huga að frekari rannsókna er þörf til þess að hægt sé að segja nánar til um hvernig svona lyfjagjöf væri háttað, lesendur eru hvattir til þess að bíða með það að hoppa út í næstu búð sem selur CBD og kaupa sér krukku af efninu til þess að nota í þessum tilgangi. Fíkn er heilasjúkdómur.

Til að átta sig á því og skilja hvers vegna CBD getur verið gagnlegt til að meðhöndla ópíum fíkn er nauðsynlegt að skoða betur hvernig fíkn breytir eðlilegri hegðun. Fíkn er skilgreind sem „flókið ástand, heilasjúkdómur sem birtist með áráttu notkunar efna þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar.“ Ástæða þess að fíkn er skilgreind sem sjúkdómur er vegna þess hvernig hún tekur yfir og gjörbreytir því hvernig heilinn tekur við og vinnur úr upplýsingum. Ákveðin svæði í heilanum er mikilvæg í stjórnun daglegra og ánægjulegra athafna og í heila fíkla eru þessi svæði einstaklega næm fyrir lyfjum sem hafa ávanabindandi eiginleika.



Vegna þess hvernig heilinn endurforritar sig undir áhrifum fíknar þá skynjar notandinn og upplifir heiminn í samhengi við sitt “uppáhalds” lyf. Við þessa endurforritun á boðleiðum í heilanum þá lærir heilinn að tengja lyfjagjafir eða staðsetningu í lyfjargjafaferlinu við það að fá lyfið. Þessir triggerar verða ómissandi áminningar og styrkja lyfjanotkun fíkilsins. Þetta gerist við notkun flestra lyfja sem fíklar misnota eins og áfengi, tóbak, amfetamín, kókaín og líka ópíum lyf.

Fíkn snýst í hugum margra (ekki fíkla) um að komast í vímu með notkun efna. En flestir fíklar halda áfram að nota, eða falla þegar þeir reyna að hætta neyslu. Þetta má að hluta útskýra vegna erfiðra fráhvarfa þegar hætt er að nota.



Fráhvörf geta verið margvísleg og allt frá því að vera mild og frekar lítilfjörleg út í það að valda dauða. Fráhvörf af völdum ópíóða eru öllu jafna mjög svæsin og einkennast oft af ógleði, uppköstum, niðurgang, miklum kvíða, hröðum hjartslátt og magakrampa. Fíkill í þessum aðstæðum upplifir mikinn kvíða er mjög líklegur til þess að nota til þess að slá á einkenni fráhvarfa. Þetta hegðunarminnstur er mjög algengt. Einstaklingur er oft sagður „háður“ lyfi þegar lyfið verður að vera til staðar til þess að einstaklingurinn geti virkað eðlilega. Mikilvægt er að nefna að kvíði og þunglyndi eru nátengd ópíóíðfíkn. Fyrir fíkil er áframhaldandi notkun efnis ekki val heldur nauðsyn. Lyfjameðferðir eða viðhaldsmeðferðir eins og við þekkjum þær eins og subuxone og methadone hjálpar fíkli að ná bata á fíknisjúkdómnum. Viðhaldsmeðferðir draga stórlega úr því að fíklar leiðist aftur út í neyslu eða lendi í ofskömmtun vegna fráhvarfseinkenna og í beinni afleiðingu af notkun viðhaldslyfja fækkar dauðsföllum af völdum lyfja margfalt. Það er mikilvægt að nefna að CBD bindist ekki sömu viðtökum í heilanum og valda ópíóðafíkn. Í tilraunum sem framkvæmdar voru árið 2019 voru rottur þjálfaðar til þess að ýta á hnapp og fá þá í kjölfarið skammt af heróíni. CBD dró ekki úr heróínnotkun rottanna en eins og fyrr segir stjórnuðu þær hversu mikið þær fengu sjálfar né dró það úr hegðun þeirra í sambandi við að leita að lyfinu. Hinsvegar þegar heróínið var fjarlægt en rottunum áfram gefið CBD dró það verulega úr hegðun þeirra er varðar að leita að efninu og þar með talið fráhvörfum þrátt fyrir að fyrirfram þjálfaðir triggerar í tengingu við lyfjagjöf væri bætt við.

 

CBD og ópíóíðfíkn

Fyrstu svokölluðu human trials staðfestu að ef CBD er gefið samhliða fentanyl sé það er bæði öruggt og heilbrigðir einstaklingar þola það vel. Niðurstöður úr lítilli tvíblindri rannsókn sem gerð var á ópíumfíklum frá árinu 2015 kom í ljós að eftir bara eina lyfjagöf af CBD í samanburði við lyfleysuna minnkaði bæði kvíði og löngun í ópíóða. Tvíblind, samanburðarrannsókn með lyfleysu þýðir að læknar og sjúklingar í rannsókninni vita ekki hverjir fá raunverulegt lyf og hverjir fá lyfleysu. Það er til að verjast því sem kallast lyfleysuáhrif.


Þrátt fyrir að mikil vinna sé framundan fyrir vísindin þá eru allar þær vísbendingar sem rannsóknir nútímans færa okkur á hverjum degi eitthvað til þess að gleðjast yfir. Í þeim rannsóknum sem lagðar voru til grundvallar þegar sótt var um markaðsleyfi fyrir lyfinu Epidiolex kemur fram að CBD dró verulega úr kvíða almennt sem og hormón sem nefnist kortisól en það hormón er oft kallað streituhormón en staðfest er að það veldur kvíða og streitu.



Framtíðin er komin það er bara spurning hvoru megin við þróunina við ætlum að vera.


Eldri blogg Nýrri blogg