{Fróðleiksmoli} Hvað er CBD?

Hvað er CBD?

Kannabídíól (CBD) er náttúrulegt efni sem er aðallega unnið úr laufum og blómum iðnaðarhamps (e. industrial hemp). CBD er einn af fjölmörgum kannabínóíðum sem finnast í plöntunni. Það inniheldur ekki efnið THC, sem finnst í maríjúana og veldur vímu.

CBD hefur áhrif á endókannabínóíðakerfið okkar (CB1 og CB2 viðtaka) CB1 viðtakar finnast aðallega í dreka (e. hippocampus), litla heila (e. cerebellum), nýberki (e. neocortex) og heilabotnskjarna (e. basal ganglion).

CBD binst ekki beint við hvorugan þessara viðtaka heldur hefur það áhrif á þá óbeint. Þessar óbeinu aðgerðir fela í sér meðal annars að virkja TRPV1 móttaka sem vinna að því að stjórna mikilvægum aðgerðum eins og skynjun sársauka, líkamshita og bólgu.


Eldri blogg