Algengar spurningar

1) HVAÐ ER CBD? 

Kannabídól(CBD) er eitt af 60+ virkum efnasamböndum (eða Kannabínóðum“) í marijúanaplöntunni. Það er algengasti kannabínóðinn á eftir THC. Einnig er hægt að lesa fróðleiksmola um hvað CBD er með að ýta HÉR

2) Kemur CBD úr marijúana eða hamp? Og hver er munurinn?

Marijúana og hampur eru tvö mismunandi afbrigði af kannabis sem koma frá sömu plöntutegundum (Cannabis sativa L). Almennt finnst CBD mikið í báðum. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að CBD er oft að finna í fræjum og stilkum marijúana - ekki í blómstrandi brumi (sem er sá hluti sem þú reykir). 

Hamp planta er allt annar stofn af kannabis sem inniheldur mikið magn af CBD um allt (stilkum, brum, osfrv), og THC finnst þar einungis í snefilmagni. 

Ef hampur inniheldur meira en 0,3% THC, þá er það tæknilega „marijúana“ planta. 

Flest allar vörur sem innihalda CBD koma úr iðnarðarhamp.

3) Hver er munurinn á CBD og THC?

THC hefur áhrif á heilann með því að bindast við náttúrulega CB-1 viðtaka í miðtaugakerfinu. CBD er sameind með öðruvísi byggingu sem bindist CB-2 viðtaka í frumu- og líkamsvefjum utan miðtaugakerfisins.

4) Fer ég í vímu af CBD?

Nei, CBD veldur ekki vímu. 

THC er sameindin sem bindist viðtaka í heilanum og er sú sem er ábyrg fyrir geðrænum áhrifum marijúana. Reyndar er CBD mótvægi við marijúana vímu, sumar rannsóknir lýsa möguleikanum til að koma í veg fyrir að THC sameindir bindist viðtaka heilans með CBD.

5) Hvernig nota ég CBD? 

Vörur sem innihalda CBD eru af ýmsum toga en allar okkar vörur eru snyrtivörur eins og krem, smyrsl, serum, húðolíur og kemur til með að bætast við úrvalið í náinni framtíð.

Aðrar leiðir til að nota CBD sem eiga ekki við um okkar vörur eru olíur til inntöku, vape vökvar og sérstakar tegundir af cbd kannabis sem er reykt. 

Þetta er langt frá því að vera tæmandi fyrir það hvernig CBD er notað.

6) Hvaða marijúana plöntur eru það sem hafa CBD sem ríkjandi kannabínóða?

Aðrar en Charlotte's Web og ACDC þá er Harlequin líklega vinsælasta CBD- kannabis plantan. Aðrar eru t.d. CBD Mango Haze, Darkstar, Blueberry Essence, Sour Tsunami, Hawaiian Dream.

7) Hvað CBD olía?

CBD olía er fljótandi kannabisútdráttur sem inniheldur nánast hreint CBD. Oftast er það búið til úr fræjum og stilkum iðnaðarhamps. Auk CBD er notast við svokallaða burðarolíu í flestum tilvikum er notast við MCT olíu eða hampfræjaolíu. 

8) Hvernig virkar CBD?

CBD virkar með því að binda sig við kannabínóíðviðtaka í endókannabínóíðkerfi líkamans. Þessir viðtakar hafa fundist í nánast öllum frumum og vefjategundum í mannslíkamanum.

9) ER CBD löglegt?

Já og Nei. CBD er löglegt sem innihaldsefni í snyrtivörum á Íslandi en ekki er leyfilegt að flytja inn eða markaðsetja vörur sem innihalda CBD til inntöku.

10) ER CBD Náttúrulegt?

Já, CBD er 100% náttúrulegt efnasamband sem kemur beint úr kannabisplöntunni.

11) Er CBD í öllum tegundum kannabis?

Já. Allar kannabisplöntur bera CBD í fræjum og stilkum en ekki er að finna CBD í brumi allra tegunda.

12) Hvernig er CBD einangrað út út plöntunni?

Það eru til fjölmargar aðferðir til þess að einangra CBD úr plöntunni og tvær verða útskýrðar hér í stuttu máli.

CO2 útdráttur er besta aðferðin til að vinna hreint CBD úr plöntunni, loka afurðin með þessari aðferð eru glærir/hvítir kristallar. Þessi aðferð er ákjósanlegust vegna þess að hún skilur eftir nánast engar leifar af öðrum sameindum í lokaafurðinni.
Útdráttur með alkahóli er önnur aðferð og þá er notast við efni eins og etanól, bútan eða hexan, það er þá keyrt í gegnum hráa plöntuna og svo látið standa til þess að ná aukaefnum sem þetta skilur eftir sig úr, þessi aðferð getur verið varasöm þar sem að erfitt getur verið að ná þeim öllum út úr lokaafurðinni. 

13) Eru aukaverkanir sem fylgja notkun CBD? Er það öruggt?

CBD olíur framleiddar með CO2 útdrætti eru mun öruggari og hreinni en olíur sem voru framleiddar með fljótandi áfengi/þynningarefni. Að því sögðu hafa flestar rannsóknir komist að þeirri niðurstöðu að CBD sé fullkomlega öruggt án þekktra aukaverkana, þó að sumir notendur hafi greint frá syfju, lágum blóðþrýsting og munnþurrk.

14) Get ég eldað með CBD?

Já, algjörlega. En aftur þá eru okkar vörur ekki ætlaðar til inntöku.

15) Hefur CBD verið rannsakað?

Heldur betur, Þúsundir vísindarannsókna hafa verið gerðar sérstaklega á CBD. Project CBD eru samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur einungis ætluð til að skjalfesta framvindu rannsókna á þessu ótrúlega efnasambandi. https://www.projectcbd.org/ 

16) Hvað með CBD krem og aðrar snyrtivörur? Virka Þær? 

Algjörlega, og við bendum á bloggið okkar og fróðleiksmola þar sem farið er nánar út í vísindin á bakvið þessa hluti.

17) Mælist CBD í lyfjaprófi?

Snyrtivörur sem innihalda CBD ættu ekki að mælast á lyfjaprófi. Ómögulegt er þó að fullyrða um allar vörur. 

18) Hvernig veit ég hversu mikið CBD ég á að nota?

Það fer auðvitað alfarið eftir því hvers vegna þú ert að nota CBD og hversu sterk varan er sem þú ert að nota og hvernig vöru þú ert að nota. Passaðu að lesa vel utan á umbúðirnar á vörunni og að þar standi mjög skýrt hversu mikið CBD er í henni. 

19) Hvernig veit ég að það er öruggt að kaupa á netinu?

Gakktu úr skugga um að vefsíðan/söluaðilinn sem þú verslar af sé með allt á hreinu hvað varðar lög og reglur, skammtastærðir, styrkleika og þessháttar.
Svo er alltaf gott að horfa til þess hversu mikill metnaður hefur verið lagður í vöruna, því að söluaðilar sem hafa lagt mikla vinnu og metnað í útlit, hönnun og upplýsingar um vörurnar sínar eru töluvert líklegri til þess að bjóða upp á hágæðavöru.
Öllu jafna er reglan sú að leita uppi söluaðila sem hafa verið lengi á markaðnum og gefið af sér gott orð, í tilfelli CBD þá er ennþá stutt síðan það varð aðgengilegt á löglegum markaði að það er erfitt að fara þá leið.

Hér er hægt að skoða CBD vörurnar sem Atomos.is selur

CBD Olíur

CBD Olíur

Smelltu hér

CBD Krem

CBD Krem

Smelltu hér