Um okkur

Um Okkur

 

Hvað er Atomos og hverjir eru Atomos?

Atomos er vörumerki sem sérhæfir sig í snyrtivörum sem innihalda CBD. 

Atomos merkið er í eigu einkahlutafélagsins 
CBD ehf
Kt. 541019-1970

Eignarhald á fyrirtækinu skiptist jafnt á milli tveggja vina. 

Hugmyndin af Atomos fæddist í samtali tveggja vina sem eiga það sameiginlegt að vera hæfilega hvatvísir og framtakssamir til þess að fara með hugmyndina lengra.

 

Við erum 

Jóel Einar Halldórsson

“Mynd væntanleg”

Unnar Þór Sæmundsson

“Mynd væntanleg”

 

Þegar við höfðum rannsakað möguleikana og löglegu hliðarnar þá var eiginlega ekki aftur snúið, þetta verkefni var of spennandi til þess að við gætum látið það vera. 

Við stofnuðum CBD ehf. Til að halda utan um verkefnið og fórum af stað.
Við köstuðum á milli okkar hugmyndum af því hvernig við vildum nálgast þetta og niðurstaðan varð sú að við ætluðum að byggja upp okkar eigið vörumerki. Þannig myndum við ávalt hafa fullkomnar stjórn varðandi gæði og værum ekki bundnir við vörur frá þriðja aðila, við gætum með tíð og tíma boðið ykkur upp á nákvæmlega það vöruúrval sem þið og við viljum. 

Við höfðum mörg nöfn sem okkur leyst vel á en að lokum var það enska þýðing Notre Dame Archives á latneska orðinu Atomos sem heillaði okkur. 

“Ultimate component of matter, particle incapable of being divided, indivisible, atomic, that cannot be cut.”