Fróðleikur um CBD vörur á Íslandi

Sahara Digital
{Fróðleiksmoli} Hvað er CBD?

{Fróðleiksmoli} Hvað er CBD?

Hvað er CBD? Kannabídíól (CBD) er náttúrulegt efni sem er aðallega unnið úr laufum og blómum iðnaðarhamps (e. industrial hemp). CBD er einn af fjölmörgum kannabínóíðum sem finnast í plöntunni. Það inniheldur ekki efnið THC, sem finnst í maríjúana og veldur vímu. CBD hefur áhrif á endókannabínóíðakerfið okkar (CB1 og CB2 viðtaka) CB1 viðtakar finnast aðallega í dreka (e. hippocampus), litla heila (e. cerebellum), nýberki (e. neocortex) og heilabotnskjarna (e. basal ganglion). CBD binst ekki beint við hvorugan þessara viðtaka heldur hefur það áhrif á þá óbeint. Þessar óbeinu aðgerðir fela í sér meðal annars að virkja TRPV1 móttaka sem vinna...

Lesa meira →


Sahara Digital
{Fróðleiksmoli} Hvað er CBG?

{Fróðleiksmoli} Hvað er CBG?

Kannabígeról (CBG) Kannabisplantan er uppspretta fjölda heilsubætandi efna, sem nota má í margvíslegum tilgangi, eins og flestirviðskiptavinir okkar vita nú þegar. Margir þekkja plöntuna einungis sem vímugjafa, en þó er sífellt stækkandi hópur fólkssem þekkir til jákvæðra áhrifa plöntunnar sem eru algjörlega ótengd vímu. Á nokkuð stuttum tíma hefur t.d. CBD (kannabídíól) olía haslað sér völl á bæði erlendum og íslenskum markaði, vegnagetu hennar til að meðhöndla fjölmörg vandamál frá húðvandamálum til þunglyndis, án nokkurra vímuáhrifa. CBG (kannabígeról) er minna þekktur kannabínóði, sem er þó oft kallaður "móðir allra kannabínóða". Hér að neðanmunum við kynna þetta efni, lýsa stuttlega efnasamsetningu...

Lesa meira →


Sahara Digital
{Blogg} Kerfisbundin skortur á menntun.

{Blogg} Kerfisbundin skortur á menntun.

Kerfisbundin skortur á menntun. Fyrir mér er mikilvægt að horfa til kerfislægra þátta þegar við ræðum þekkingu á CBD og í raun kannabis almennt. Það er vel þekkt að vanþekking og hræðslan við það sem maður þekkir ekki er rót fordóma.  Skortur á menntun í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum (þar með talið háskólanám í læknisfræði) varðandi kannabis, kannabisefni og  endókannabínóíðakerfið (ECS) er alfarið vegna úreltrar og slæmrar stefnu stjórnvalda. Aðallega er þetta vegna þess að illa upplýst stjórnmálafólk talar iðulega um “lyf” sem ekki eru framleidd af BigPharma á refsiverðan hátt og ákveða meðvitað að horfa framhjá einstaklingsfrelsi og sjálfsákvörðunar...

Lesa meira →


Sahara Digital
{Blogg} CBD og ópíóðar.

{Blogg} CBD og ópíóðar.

CBD og ópíóðar. CBD er orðið vel þekkt allstaðar (ekki á Íslandi ennþá) og í sögum sem ganga manna á milli fullyrða einstaklingar að það lækni hvað sem er, allt frá slæmu skapi til krabbameins. Sannleikurinn er nú samt því miður ekki þessi og þessar sögur eru sjaldnast byggðar á gögnum sem styðjast við vísindi. Rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á dýrum benda samt til þess að CBD geti verið mjög gagnlegt við allskyns heilsufarsbresti eins og verkjum, bólgum, liðagigt og kvíða. Það var ekki fyrr en nýlega, að einu rannsóknirnar á CBD voru í kringum flogaveiki barna. En einmitt...

Lesa meira →