{Fróðleiksmoli} Hvað er CBG?

Kannabígeról (CBG)


Kannabisplantan er uppspretta fjölda heilsubætandi efna, sem nota má í margvíslegum tilgangi, eins og flestir
viðskiptavinir okkar vita nú þegar. Margir þekkja plöntuna einungis sem vímugjafa, en þó er sífellt stækkandi hópur fólks
sem þekkir til jákvæðra áhrifa plöntunnar sem eru algjörlega ótengd vímu.


Á nokkuð stuttum tíma hefur t.d. CBD (kannabídíól) olía haslað sér völl á bæði erlendum og íslenskum markaði, vegna
getu hennar til að meðhöndla fjölmörg vandamál frá húðvandamálum til þunglyndis, án nokkurra vímuáhrifa.


CBG (kannabígeról) er minna þekktur kannabínóði, sem er þó oft kallaður "móðir allra kannabínóða". Hér að neðan
munum við kynna þetta efni, lýsa stuttlega efnasamsetningu þess, og skoða hvernig má hagnýta það til heilsubóta.


Efnasamsetning og framleiðsla CBG


Það má á margan hátt segja að allir kannabínóðar hefji líf sitt sem kannabígeról (CBG). Það er vegna þess að þessir
kannabínóðar verða til út frá kannabígerólsýru (CBG-A, þar sem "A" stendur fyrir "Acid"). Þessi efnaskipti, þar sem CBG
umbreytist hægt og rólega í aðra þekktari kannabínóða, eiga sér stað allan líftíma kannabisplöntunnar. Því er CBG í
meira magni í yngri kannabisplöntum en eldri, og það eru einmitt yngri plönturnar sem eru nýttar í framleiðslu CBG.


Að auki er töluvert minna magn af CBG í kannabisplöntunni en t.d. CBD eða THC, allt að 1% CBG fyrir u.þ.b. 25% af
hinum efnunum. Þetta gerir það að verkum að efnið er nokkuð illfáanlegt, og vörur tengdar CBG eru því yfirleitt töluvert
dýrari en t.d. sams konar vörur tengdar CBD.


Framleiðsla á CBG er tiltölulega nýtilkomin, og framleiðendur prófa reglulega nýjar og spennandi leiðir til að fá aukið
magn CBG úr framleiðslunni, m.a. með blöndun mismunandi kannabisplantna, og sömuleiðis genasplæsingu (þegar
eftirsóttir DNA-eiginleikar einnar plöntu er "skotið" inn í DNA annarrar plöntu).


Áhrif CBG


Það er eðlilegt að spyrja sig hvers vegna það er eftirsóknarvert að fara í þetta flókna ferli sem framleiðsla CBG er. Og það
er einfaldlega vegna þeirra margvíslegu heislubætandi áhrifa sem neysla efnisins hefur. Efnið hefur þann eiginleika að
geta bundist viðtökum um allan líkamann, þó að mestu leyti í heilanum, miðtaugakerfinu og ónæmiskerfinu. Þessi virkni
er talin geta aukið drifkraft, komið jafnvægi á bæði svefn og matarlyst, og róað sársauka.


Þar sem efnið er enn tiltölulega nýtt af nálinni, eru rannsóknir á virkni efnisins á menn á byrjunarstigi. Þó hafa margar
spennandi rannsóknir verið gerðar á dýrum. Í þeim rannsóknum hefur CBG nú þegar sannað sitt vægi í baráttu gegn
m.a. gláku, taugarýrnunarsjúkdómum og myndunar krabbameinsfruma. Hér er að sjálfsögðu ekki haldið fram að CBG
geti komið í stað hefðbundinna lyfja, en er þó mjög áhugaverður kostur samhliða annarri lyfjameðferð.


Spennandi framtíð


Það verður spennandi að fylgjast með CBG sanna sig á næstu árum sem áhugaverður valkostur við hlið annarra þekktari
kannabínóða. Við hjá Atomos erum handvissir um notagildi CBG, og munum á næstunni kynna áhugaverðar vörur í
þessum vöruflokki.


Eldri blogg Nýrri blogg