CBD Skammtastærðir
Ein algengasta spurningin þegar íhugað er að nota kannabídíól eða CBD olíu er „hvað er viðeigandi skammtur fyrir mig?“ Þar sem löggjöf og reglugerðir eru enn í gangi hefur FDA ekki gefið út ráðlagðan dagskammt.
Að því sögðu þá eru þessar skammtastærðir það sem við höfum reglulega séð ráðlagðar.
Þess má geta að Samkvæmt NIH (National Institutes of Health) þá er öruggt að taka 1,500 mg af CBD á dag gegnum munn í allt að fjórar vikur. 1,500 mg er meira en 65 sinnum stærri skammtur en meðal skammtur fyrir einstakling í meðal þyngdarhópnum hér að neðan.
Þýngd |
Mild áhrif |
Meðal áhrif |
Sterk áhrif |
Léttari en 59kg |
11mg eða minna |
12mg til 14mg |
15mg til 17mg |
59 til 104kg |
18mr eða minna |
19 til 23mg |
24mg til 27mg |
104kg eða þyngri |
23mg eða minna |
24mg til 30mg |
31 til 45mg |
Sterkari skammtar en þeir sem tilgreindir eru geta hentað betur fyrir ákveðna neytendur CBD. Má þar nefna fólk með mikinn sársauka eða önnur lamandi einkenni og einnig fólk með tiltölulega hátt CBD-þol. CBD er ekki eitrað og smám saman er aukning á CBD skömmtum ekki með neinar þekktar aukaverkanir, svo að hækka skammta manns er yfirleitt öruggt - og í sumum tilvikum gagnlegt fyrir neytandann. Margir finna að stigvaxandi hækkun skammta er besta leiðin til að ná tilætluðum áhrifum CBD.
Varðandi tegund CBD vöru er mikilvægt að hafa í huga að hver og ein hefur mismunandi styrk, skammtastærðir og áhrif.
Hér er reiknivél sem er sett saman út frá upplýsingum frá einstaklingum út í heimi og þeirra reynslu á CBD.
https://cbddosagecalculator.com/start/
Heimildir: