CBD Isolate eða Full-Spectrum CBD Olía
Það eru tvær megin gerðir af kannabis útdrátt sem framleiðendur nota - hreinsað, kristallað Isolate, oft merkt sem „CBD Isolate,“ og full-spectrum CBD olía. Hér að neðan förum við út í muninn á þessu tvennu og hvað hentar þér best.
Bæði CBD Isolate og Full-spectrum CBD olía munu veita þér alla kosti sem fylgja því að taka CBD en sú sem þú ættir að velja ræðst af nokkrum þáttum, þar á meðal fyrir hvað þú ert að nota það og hvaða virkni þú vilt ná.
Það er mikið af mismunandi upplýsingum þarna úti, svo það er mikilvægt að skilja hvað þú ert að taka. Hér eru kostir og gallar fyrir bæði CBD Isolate og full-spectrum CBD svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvað hentar þér best.
Hvað er CBD Isolate?
CBD Isolate er næstum alltaf upprunnin úr hampi frá landbúnaði og er oftast einangrað úr plöntunni með ofurkritískri CO2 einangrunartækni. CBD Isolate er næstum einungis CBD (Meira en 99%) og er því mjög hreint.
Eitt það mikilvægasta sem þarf að hafa í huga áður en þú kaupir CBD Isolate er gegnsæi vörumerkisins. Leitaðu alltaf að efnagreiningarskírteinum áður en þú kaupir. Það mun hjálpa þér að ákvarða styrkleika og hreinleika vörunnar og tryggja að hún innihaldi ekki mengun eins og skordýraeitur, þungmálma eða myglu.
Kostir CBD isolate:
- Fjölhæfni: CBD Isolate þegar það er keypt sem sjálfstæð vara, kemur oft í duftformi. Þetta duft auðveldar inntöku á CBD í því formi sem hentar þér best. Þú getur sett duftið beint á tunguna eða bætt því við heimabakstur. Notkun vatnsleysanlegs CBD Isolate gerir þér kleift að blanda því í glasi af vatni eða kaffið þitt á morgnanna. Það er einnig mögulegt að kaupa CBD Isolate í forblönduðum hylkjum og ætum vörum, sem er mjög hentugt til notkunar á ferðinni.
- Einfaldleiki: Með CBD Isolate er engin ágiskun. Þú veist nákvæmlega hvað þú ert að fá: kannabídíól og ekkert annað. Sum vörumerki munu bæta terpenum aftur í blönduna til að veita náttúrulegt hampbragð en að mestu leyti eru isolate gerð með eingöngu CBD. Af þeim sökum getur CBD Isolate auðveldað þér að ná nákvæmum skömmtum sem henta þér án þess að þurfa að giska á hvort til séu önnur efni sem þynna skammtinn þinn.
- Traust: Með CBD Isolate ætti ekki að vera neitt tetrahýdrókannabinól (THC). Mikill meirihluti CBD olíuafurða á markaðnum inniheldur nú þegar innan við 0,3% THC, en ef þú hefur áhyggjur af THC eða ert mjög næmur fyrir áhrifum þess, getur Isolate verið besta varan fyrir þig.
Gallar við CBD Isolate
Engin föruneytiáhrif: föruneytiáhrifin eru hugtak sem var fundið upp af uppgötvanda THC og CBD, Ralph Mechoulam. Hugtökin vísa til þess hvernig heilu plöntusamböndin vinna saman að því að framleiða meiri áhrif í líkamanum. Kannabisplantan inniheldur yfir 100 kannabínóíða (THC og CBD innifalin) allir með mismunandi áhrif á mannslíkamann. Þar sem CBD Isolate er hreint kannabídíól, tapast lækningafræðilegi ávinningurinn sem oft er gefinn af föruneytiáhrifunum. Ennfremur er þörf á nákvæmum og venjulega stórum skömmtum af Isolate til að finna fyrir ávinningi kannabisplöntunnar.
Hvað er full spectrum CBD olía?
Full spectrum CBD olía vísar í olíu með margar tegundir af kannabínóíðum (eins og CBD, CBG, CBN, CBDa, THC og THCa), terpenum og önnur phytonutrients frá hamp plöntunni. Þessa tegund af CBD er hægt að einangra með ýmsum aðferðum, svo sem etanóleinangrun, ofurkritískri CO2 einangrun og öðrum aðferðum.
Almennt séð er full spectrum CBD með kannabínóíð prófíl sem er næstum því eins og hampurinn sem hann var einangraður frá.
Kostir full spectrum CBD:
- Föruneytiáhrif: Fjölbreytni kannabisefna og terpena í full spectrum CBD vinna saman eða samstilla til að gera ráð fyrir fjölbreyttari ávinning frá allri plöntunni.
- Bragð: Ekki er öll full spectrum CBD olía sem kemur frá iðnaðarhamp. Stundum er hún upprunnin af kannabis tegund með mikið magn CBD, sem venjulega hefur hátt terpena innihald samanborið við iðnaðarhamp. Terpenar finnast í næstum hverri plöntu, ávöxtum og grænmeti og auk þess að veita heilsufarslegan ávinning, getur það framleitt skemmtilegt bragðsnið og ilm. Þess vegna er bragðið frá full spectrum CBD einstaklega jarðbundið.
- Forðast bjöllulaga skammta-svörunarferilinn (Bell-Shaped Dose-Response Curve) Bjöllulaga skammta-svörunarferillinn er sjónræn framsetning á því hvernig visst áreiti, í þessu tilfelli hreint CBD, eru síst árangursrík þegar þau eru tekin í mjög litlum og mjög stórum skömmtum. Vegna þessara áhrifa þarf CBD Isolate nákvæma skammta til að ná hámarks meðferðarlegum ávinningi en full spectrum CBD ná heilsufarslegum ávinningi jafnvel í mjög litlum skömmtum.
Gallar við full spectrum CBD olíu:
- Heiðarleiki: Sumir samviskulausir söluaðilar munu halda því fram að vörur þeirra innihaldi full spectrum CBD olíu en efnagreining á vörunni styður ekki þessa fullyrðingu. Athugaðu alltaf greiningarskírteini til að sannreyna hvað CBD fyrirtæki staðhæfir um vöruna sína. Ef CBD er eina kannabisefnið sem birtist í niðurstöðum efnagreiningarinnar þá er það ekki full spectrum CBD.
- THC Innihald: Ef þú vilt forðast að hafa THC í CBD vörunni þinni, hvort sem það er af persónulegum eða faglegum ástæðum, þá er full spectrum vara ekki rétt fyrir þig. Jafnvel þó að líklega sé ekki til nóg af THC til að koma þér í vímu, gæti það samt sýnt sig á lyfjaprófi. Ef þú ert að leita að ávinningi af vöru með full spectrum CBD eins og lýst er hér að ofan án THC, eru breiðvirkar CBD olíur fyrir þig (innihalda ekki THC). Til eru undantekningar á þessari reglu.
CBD Isolate eða Full-Spectrum CBD olía
Þetta er umræða án skýrs vinningshafa. Valið á milli CBD Isolate og full spectrum CBD olíu fer eftir þér. Vara með full spectrum CBD getur veitt meiri og fjölbreyttari ávinning en sumt fólk kýs frekar að nota CBD Isolate þar sem auðvelt er að stjórna skammtastærð.
Ef THC innihald er alvarlegt íhugunarefni fyrir þig, en þig samt langar að njóta ávinningsins af allri hampplöntunni, leitaðu þá að breiðvirkum vörum (broad spectrum). Breiðvirkar CBD vörur innihalda allt sem full spectrum inniheldur (kannabisefni, terpenar, fitusýrur) nema THC.
Engar tvær manneskjur eru eins og engar tvær manneskjur munu finna fyrir virkni CBD olíu á sama hátt sem gerir það erfitt að segja að ein vara sé örugglega betri en önnur.
Áður en byrjað er að nota CBD olíu er best að ræða möguleika þína við lækni. Þeir geta hjálpað þér að skilja betur einkennin sem þú ert að upplifa, sem mun hjálpa þér að velja CBD vöruna sem getur verið áhrifaríkust til að draga úr einkennunum þínum.
Það er mikilvægt að ræða við heimilislæknirinn þinn því þrátt fyrir að fólk þoli almennt CBD mjög vel, þá getur það farið illa samhliða nokkrum algengum þunglyndislyfjum og sýklalyfjum.
Þegar þú veist að þú getur notað CBD án þess að það hafi slæm áhrif samhliða öðrum lyfjum sem þú gætir hugsanlega verið að taka gætir þú þurft að prófa nokkrar notkunaraðferðir áður en þú finnur hvað virkar best. Gefðu þér tíma til að gera tilraunir, hvort sem þú kýst að nota CBD Isolate eða full spectrum CBD olíu til að finna það sem hentar þér best.
Heimildir;
https://drug-interactions.medicine.iu.edu/MainTable.aspx
http://file.scirp.org/pdf/PP_2015021016351567.pdf
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/27503475
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/28853159
https://pubchem.ncbi.nlm.nih.gov/compound/Cannabidiolic_acid#section=Top