{Blogg} Kerfisbundin skortur á menntun.

Kerfisbundin skortur á menntun.

Fyrir mér er mikilvægt að horfa til kerfislægra þátta þegar við ræðum þekkingu á CBD og í raun kannabis almennt. Það er vel þekkt að vanþekking og hræðslan við það sem maður þekkir ekki er rót fordóma. 

Skortur á menntun í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum (þar með talið háskólanám í læknisfræði) varðandi kannabis, kannabisefni og  endókannabínóíðakerfið (ECS) er alfarið vegna úreltrar og slæmrar stefnu stjórnvalda. Aðallega er þetta vegna þess að illa upplýst stjórnmálafólk talar iðulega um “lyf” sem ekki eru framleidd af BigPharma á refsiverðan hátt og ákveða meðvitað að horfa framhjá einstaklingsfrelsi og sjálfsákvörðunar rétti almennings. Það eru ekki lyfjafyrirtækin eða valdaklíkurnar sem vilja kannabis heldur erum það við, fólkið í heiminum, hinn almenni borgari sem erum að velja okkur þessar leiðir til þess að líða betur.

Meirihluti af þeim vanda sem læknisfræðin á við að etja má rekja beint til læknisfræðimenntunar. Meirihluti læknaháskóla er ekki einu sinni að kenna eða fræða um ECS sem er líklega stærsta taugaboðakerfi í heila Homo Sapiens, þeir kenna ekki lækningargildi kannabis og afleiðing þess er að læknar hafa almennt enga hugmynd um til að mynda skammtastærðir eða viðeigandi kannabínóíða í sambandi við hvert tilfelli fyrir sig, þrátt fyrir að flestir nútímalæknar séu nú á svipaðri línu með að kannabis hefur margskonar læknisfræðilega eiginleika.

Árið 2013 gerði hjartalæknirinn Dr. David Allen frumkönnun til að ákvarða hvaða skólar kenna ECS og kom í ljós að aðeins 13 prósent bandarískra læknaháskóla nefndu það. ECS er að öllum líkindum stærsta taugaboðakerfi í heila manna. Það einkenndist fyrir næstum 30 árum seint á níunda áratugnum og snemma á tíunda áratugnum.

Þessi vöntun á fræðslu í læknisfræði þýðir að mikill meirihluti lækna hefur engan faglegan grundvöll eða þekkingu til að meta læknisfræðilega notkunarmöguleika kannabis.

Þetta verður að teljast undarleg nálgun á nútíma læknavísindi og ekki beinlínis til þess falli að veita sjúklingum öryggi, því læknir verður að hafa fræðilega þekkingu á kannabis til þess að geta ráðlagt þeim um kannabis.


Hvort sem það er af lækni, heilsugæslustöð eða báðum, verður að fræða sjúklinginn um kannabis, kannabisefni, hjartabilun og helstu aukaverkanir kannabis. Því eins og allt annað þá hefur kannabis ákverkanir og getur haft milliverkanir í samblöndu við önnur lyf. Og svo síðast en ekki sýst að ef sjúklingur notast við kannabisefni sem inniheldur THC í einhverju formi þá er ökufærni einstaklings algjörlega skert og mikilvægt er að þessir hlutir séu addressaðir af læknum.


Gæði og magn þeirrar upplýsinga sem læknir veitir sjúklingum stjórnast iðulega af því hversu miklum tíma læknir ákveður að gefa sér í upplýsingagjöfina.

Það eru margar leiðir til þess að koma til skila upplýsingum en læknir getur látið sjúkling í té bæklinga, linka á netinu og svo er auðvitað það sem hefur hvað mest áhrif og það er munnleg fræðsla það sem sjúkling gefst tækifæri á að spyrja spurninga og fá svör.


Í bandaríkjunum er mikið um svokallaða kannabis lækna sem eyða einungis 5-15 mínútum með sjúklingum hverju sinni, þessir læknar standa svo sannarlega frammi fyrir raunverulegum áskorunum þegar kemur að fræðslu og þurfa að skipuleggja sig gríðarlega vel til þess að réttar og nægar upplýsingar komist til skila, en því miður virðist þetta ekki vera raunin og sjúklingar eru en illa upplýstir um flesta þætti kannabis.


Læknisfræðin er að mörgu leyti ógild, eða nálægt því að minnsta kosti þegar kemur að því að kenna frambærilegum læknum(bæði nýjum og eldri læknum) um kannabis, kannabisefni og allt endókannabínóðakerfið. Kannabis hefur verið viðurkennt og notað sem verkjalyf í 4000 ár, og núna er meiri að segja líka farið að líta til þess í báráttunni við ópíóða faraldurinn sem nú geysar í heiminum öllum, því skal haldið til haga að þetta á við um vísindin og vísindamenn en ekki valdhafa ríkja í heiminum, þeir halda en fast um gömul viðhorf frá tímum Nixon þegar hann sá fram á að tapa stuðningi þjóðarinnar þegar ástin blómstraði á tímum víetnamstríðsins og hippa. En það var þá sem ógnarstefna var tekin gagnvart sjálfsákvörðunarrétti alemnnings.


Eldri blogg Nýrri blogg